Móðir hafsins hefur að geyma ljóð Synnöve Persen , einn kunnasta listamann samísku þjóðarinnar. Einar Bragi þýddi ljóðin auk formála sem skáldkonan skrifar sjálf um líf sitt í listum.
Móðir hafsins hefur að geyma ljóð Synnöve Persen , einn kunnasta listamann samísku þjóðarinnar. Einar Bragi þýddi ljóðin auk formála sem skáldkonan skrifar sjálf um líf sitt í listum.

Synnöve Persen fæddist árið 1950 og er jafnvíg á orðsins list sem myndlist. Hún brautskráðist frá Listaakademíunni í Osló 1978 og hafa verk hennar verið sýnd víða um heim. Móðir hafsins kom út árið 1994 og er fjórða ljóðabók höfundar. Árið 1992 var Synnöve Persen tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir ljóðabókina Logngötu sem hún myndskreytti jafnframt.

Einar Bragi hefur verið ötull kynnir samískra skáldverka. Áður hafa birst Hvísla að klettinum - ljóð, sagnir og ævintýri (1981) og ljóðabókin Bjartir frostdagar eftir Rauni Magga Lukkari (2001).

Útgefandi er Ljóðbylgja. Bókin er 52 bls., prentuð í Steinholti. Bókin er gefin út með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni (Nordbok).