Lífið lék við mig, Jón Laxdal leikari segir frá óvenjulegri ævi sinni, hefur Haraldur Jóhannsson skráð. Í kynningu segir m.a.: "Nýútskrifaður leiklistarnemi frá hinu unga Þjóðleikhúsi hélt Jón Laxdal til Vínarborgar til að verða leikari.
Lífið lék við mig, Jón Laxdal leikari segir frá óvenjulegri ævi sinni, hefur Haraldur Jóhannsson skráð.

Í kynningu segir m.a.: "Nýútskrifaður leiklistarnemi frá hinu unga Þjóðleikhúsi hélt Jón Laxdal til Vínarborgar til að verða leikari. Eftir glæsilegt burtfararpróf frá hinum virta leiklistarskóla Max Reinhardt Seminar varð hann fljótt eftirsóttur listamaður víða um Evrópu. Síðustu áratugi hefur Jón Laxdal rekið sitt eigið leikhús, Jón Laxdals Theater, í Kaiserstuhl í Sviss."

Kunnastur er Jón Laxdal hér á landi fyrir frammistöðu sína sem Garðar Hólm í kvikmyndinni Brekkukotsannál og Steinar bóndi í kvikmyndinni Paradísarheimt.

Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 247 bls., Verð: 3.980 kr.