JESSICA Gaspar leikmaður 1. deildarliðs Grindavíkur í körfuknattleik fór í speglun á hné á dögunum vegna meiðsla á hné og kom þar í ljós að meiðsl bandarísku stúlkunnar voru mun alvarlegri en haldið var í fyrstu.
JESSICA Gaspar leikmaður 1. deildarliðs Grindavíkur í körfuknattleik fór í speglun á hné á dögunum vegna meiðsla á hné og kom þar í ljós að meiðsl bandarísku stúlkunnar voru mun alvarlegri en haldið var í fyrstu. Gaspar var með rifinn liðþófa auk þess sem fremra krossband var rifið að hluta. "Gaspar fer í aðgerð í Bandaríkjunum og við munum sakna hennar mikið enda hefur hún dregið vagninn það sem af er. Við erum að skoða hvort við höfum fjárhagslegt bolmagn til þess að fá erlendan leikmann og við ætlum að taka ákvörðun um þau mál á morgun," sagði Unndór Sigurðsson þjálfari liðsins. Gaspar, sem lék með liði KFÍ á síðasta ári, hefur skorað rúmlega 21 stig að meðaltali í 11 leikjum og tekið rúmlega 14 fráköst í leik.