FLUGFÉLAGIÐ British Airways hyggst fækka um 5.800 stöðugildi og draga úr áætlunarleiðum vegna erfiðleika í rekstri. Gert er ráð fyrir að sparnaðaráform fyrirtækisins nemi um 92 milljörðum ísl. króna á ári. Fyrirtækið ætlar að fækka um 10 áætlunarleiðir.
FLUGFÉLAGIÐ British Airways hyggst fækka um 5.800 stöðugildi og draga úr áætlunarleiðum vegna erfiðleika í rekstri. Gert er ráð fyrir að sparnaðaráform fyrirtækisins nemi um 92 milljörðum ísl. króna á ári. Fyrirtækið ætlar að fækka um 10 áætlunarleiðir. Þá verður vélum félagsins fækkað úr 354 í 305 fram til 2003, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Fyrirtækið fækkaði einnig starfsfólki í ágúst í fyrra og hefur því ákveðið að fækka um 13 þúsund stöðugildi á innan við ári.