Feðgarnir Steingrímur Þorvaldsson og Þorvaldur Á. Friðriksson hafa um árabil unnið að hönnun sleppibúnaðarins og eru hér við búnað um borð í hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni.
Feðgarnir Steingrímur Þorvaldsson og Þorvaldur Á. Friðriksson hafa um árabil unnið að hönnun sleppibúnaðarins og eru hér við búnað um borð í hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni.
SJÓSETNINGARBÚNAÐUR Varðelds ehf. fyrir björgunarbáta hefur hlotið viðurkenningu frá vottunarfélaginu Det Norske Veritas. Þar með opnast miklir möguleikar til markaðssetningar í Evrópu, að sögn Þorbjörns Á.

SJÓSETNINGARBÚNAÐUR Varðelds ehf. fyrir björgunarbáta hefur hlotið viðurkenningu frá vottunarfélaginu Det Norske Veritas. Þar með opnast miklir möguleikar til markaðssetningar í Evrópu, að sögn Þorbjörns Á. Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Varðelds og hönnuðar búnaðarins.

Um er að ræða öryggiskerfi sem hentar öllum tegundum skipa. "Búnaðurinn er einfaldur í notkun. Með því að ýta á einn hnapp má sjósetja björgunarbát og blása hann upp. Hleypt er af búnaðinum með rafboði og tækið sem kastar björgunarbátnum er knúið sprengiefni af sérstakri gerð. Bátnum er þannig kastað í ákveðna vegalengd. Við höfum fyrir löngu náð góðum tökum á þessari sprengitækni og því er engin hætta á að sprengingin skaði bátinn á nokkurn hátt. Þá er báturinn blásinn upp með sérstöku gasloka sem einnig hefur hlotið vottun Det Norske Veritas. Gaslokum þessum er ælað að tryggja uppblástur bátanna við allar aðstæður. Auk þess er komið fyrir skynjurum um borð í skipunum sem nema þrýsting, hita, vökva og halla. Þessir skynjarar tengjast tölvu í stjórnstöð sem metur skilaboð frá þeim."

Mörg þúsund prófanir að baki

Kerfið hefur þegar verið sett upp í einfaldri mynd í allmörgum íslenskum skipum, þar á meðal um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar og einu af skipum Hafrannsóknastofnunarinnar, auk nokkurra fiskiskipa.

Búnaðurinn hefur farið í gegnum viðamiklar prófanir hjá Iðntæknistofnun og fengið viðurkenningu Siglingastofnunar. Farið hefur verið yfir alla þætti öryggiskerfisins af Det Norske Veritas. Til grundvallar standa um 1.400 prófanir hjá Iðn tæknistofnun sem unnar voru eftir prófunarkerfi NASA, framleiðslu( lýsingar eftir ISO-stöðlum og fram( vísun á opinberum viðurkenningum á öllum íhlutum búnaðarins.

Í öryggiskerfi Varðelds ehf. eru allmörg tæki og mum þeim væntanlega fjölga til muna á næstunni. Fyrir utan búnað til að kasta björgunarbátum og þenja þá út, hefur fyrirtækið á boðstólnum fjölbreyttan búnað til að losa um hluti, loka fyrir rennsli, klippa víra o.fl. Stór markaður er fyrir knýiefnatæki í heiminum. "Ör þróun skynjara og iðntölva sem nota má við mjög erfiðar aðstæður hefur gert fyrirtækinu kleyft að sameina kosti þessara sviða nútíma hátækni og koma fram með kerfi sem henta á kröfuhörðum mörkuðum," segir Þorbjörn.

Stefna á ferjumarkaðinn

Varðeldur ehf. var stofnað í byrjun ársins 2000. Ári síðar var dótturfyrirtækið Varden AS stofnað í Noregi til að annast markaðssetningu þar og í Evrópu. Þorbjörn segir að markaðshorfur séu ákaflega bjartar þar sem ekkert sambærilegt kerfi sé til á heimsmarkaði. "Vegna sérstöðu sinnar getur fyrirtækið haft mikil áhrif á þróun öryggismála á sjó á alþjóðavettvangi. Kerfið hefur nú þegar verið kynnt helstu aðilum sem starfa að öryggismálum í Noregi. Það er stutt síðan ferjum á Grikklandi og Noregi var lagt á meðan farið var yfir öryggismál, einkum vegna erfiðleika við sjósetningu björgunarbáta. Við horfum nokkuð til ferjumarkaðarins. Þessi skip þurfa kerfi þar sem skipstjórnarmenn geta haft fulla stjórn á öllum neyðarbúnaði skipanna. Tækni okkar gerir okkur kleyft að bjóða einmitt þannig kerfi. Hinn gríðarstóri markaður fyrir knýiefnatækni er engan veginn einskorðaður við björgunarbúnað. Því eru fjölmörg spennandi tækifæri framundan," segir Þorbjörn.