"ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem maður nær svona góðum árangri," sagði Norðmaðurinn Ole Einar Björndalen eftir að hann sigraði í 10 km skíðaskotfimi í gær. Hann sýndi fádæma öryggi og hitti í öllum tuttugu skotum sínum.

"ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem maður nær svona góðum árangri," sagði Norðmaðurinn Ole Einar Björndalen eftir að hann sigraði í 10 km skíðaskotfimi í gær. Hann sýndi fádæma öryggi og hitti í öllum tuttugu skotum sínum.

Þetta eru önnur gullverðlaun hans á leikunum og hann er eini skíðaskotfimimaðurinn sem hefur sigrað þrívegis á Ólympíuleikum því hann sigraði líka í þessari grein í Nagano og að auki hefur hann tvisvar hlotið silfurverðlaun. Annar í gær varð Sven Fischer frá Þýskalandi og Austurríkismaðurinn Wolfgang Perner varð þriðji.