SIGRÚN Elsa Smáradóttir á erindi í stjórnmálin. Allt síðasta kjörtímabil hefur hún sýnt og sannað í störfum sínum sem varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans að hún er þess trausts verð að vera í forsvari í borgarstjórn Reykjavíkur.

SIGRÚN Elsa Smáradóttir á erindi í stjórnmálin. Allt síðasta kjörtímabil hefur hún sýnt og sannað í störfum sínum sem varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans að hún er þess trausts verð að vera í forsvari í borgarstjórn Reykjavíkur. Nú leggur hún frábær störf sín í dóm borgarbúa og æskir þess að fá að starfa áfram innan breiðfylkingar jafnaðarmanna og félagshyggjufólks.

Ég hvet alla sem vilja hag borgarinnar sem bestan til að taka þátt í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík núna í vikunni. Félagsmenn í Samfylkingunni fá kjörseðlana senda heim en aðrir sem vilja lýsa yfir stuðningi við flokkinn geta mætt á kjörstað alla vikuna og fram á sunnudag. Því skora ég á alla jafnaðarsinnaða borgarbúa að taka þátt í prófkjörinu og styðja Sigrúnu Elsu í annað sætið.

Til að tryggja áframhaldandi sigurgöngu Reykjavíkurlistans þarf að vanda valið á hann. Sigrún Elsa er glæstur merkisberi nýrrar kynslóðar stjórnmálamanna. Veitum henni brautargengi.

Katrín Júlíusdóttir verkefnastjóri skrifar: