EF ekkert óvænt kemur uppá mun Hjálmar Jónsson, knattspyrnumaður úr Keflavík, ganga til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Gautaborg einhvern næstu daga.
EF ekkert óvænt kemur uppá mun Hjálmar Jónsson, knattspyrnumaður úr Keflavík, ganga til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Gautaborg einhvern næstu daga. Samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins hafa félögin náð samkomulagi um félagaskiptin og í fyrrakvöld heimiluðu Keflvíkingar forráðamönnum Gautaborgar að tala beint við Hjálmar um kaup og kjör hjá félaginu. Roger Gustafsson, framkvæmdastjóri Gautaborgar, sagði við sænska fjölmiðla í gær að áhugi Hjálmars á að leika með félaginu lægi fyrir og hann ætti því ekki von á að það yrði erfiðleikum bundið að semja við hann.