FRÁ 2005 munu allir borgarar í Evrópusambandsríkjunum hafa eitt og sama sjúkraskírteinið, sem tryggir þeim aðgang að sjúkrastofnunum í ríkjunum fimmtán.

FRÁ 2005 munu allir borgarar í Evrópusambandsríkjunum hafa eitt og sama sjúkraskírteinið, sem tryggir þeim aðgang að sjúkrastofnunum í ríkjunum fimmtán.

Anna Diamantopoulou, sem fer með félags- og tryggingamál í framkvæmdastjórn ESB, skýrði frá þessu í gær en breytingin mun fyrst og fremst verða til að útrýma þeirri skriffinnsku, sem nú fylgir því að leita læknis annars staðar en í sínu eigin ESB-ríki. Sagði hún, að sameiginlega skírteinið myndi auðvelda fólki verulega að stunda vinnu utan síns heimaríkis og auk þess koma ferðafólki vel.

Talið er, að ein afleiðing nýja skírteinisins verði sú, að fólk geri meira af því en áður að leita sér læknismeðferðar í ríkjum þar sem auðveldast er að fá hana.

Fyrir utan þetta er nú unnið að því að samræma reglur um háskólagráður og starfsferilsskrár og til stendur, að allir ESB-borgarar geti flutt lífeyris- og önnur tryggingaréttindi til annars ESB-ríkis hyggist þeir setjast þar að.

Brussel. AP.