AUSTURBAKKI hf. hefur hafið innflutning frá Windflowers á nýrri olíu gegn skordýrum í hári og hársverði. Aromaclear er blanda af tærum náttúrulegum olíum, hönnuð til að hrekja brott skordýr í hársverði og hári.

AUSTURBAKKI hf. hefur hafið innflutning frá Windflowers á nýrri olíu gegn skordýrum í hári og hársverði.

Aromaclear er blanda af tærum náttúrulegum olíum, hönnuð til að hrekja brott skordýr í hársverði og hári. Aromaclear er borið í hársvörð í litlu magni, rétt nægjanlegu til að þekja yfirborð hans. Efnið breytir hársverðinum í óvistvænt umhverfi svo að "gestirnir" hætta að nærast og veslast upp. Efnið er auðvelt í notkun og áhrifaríkt íburðarefni fyrir hársvörð, segir í tilkynningu frá Austurbakka. Aromaclear 30 ml glas dugir í 10 skipti.

Aromaclear Preventor er notað sem eftirmeðferðarhreinsiefni til að halda við hreinum og heilbrigðum hársverði. Það er auðvelt að nota það og áhrifaríkt til að halda skordýrum í burtu frá hári barna.

Olíurnar fást í öllum helstu apótekum.