SUM spil eru blátt áfram á yfirborðinu en búa yfir leyndum töfrum.

SUM spil eru blátt áfram á yfirborðinu en búa yfir leyndum töfrum. Þetta er eitt af þeim:

Norður
1094
D72
K65
ÁG83

Suður
ÁK2
K103
Á42
D1096

Suður opnar á 15-17 punkta grandi og norður lyftir beint í þrjú grönd. Vestur kemur út með spaðafimmu, fjórða hæsta, tían fer upp blindum og austur lætur drottninguna. Hver er áætlun lesandans?

Augljóslega er spilið léttunnið ef vestur á laufkónginn. En ef hjartagosinn liggur fyrir svíningu er efniviður í níu slagi þótt laufið gefið aðeins þrjá. Vandinn er hins vegar sá að gefa ekki of marga slagi á spaða og meginhættan liggur í því að vestur hafi byrjað með gosann fimmta.

Það væri ógætilegt að dúkka spaðadrottninguna, því austur gæti tekið upp á því að skipta yfir í tígul. Sagnhafi drepur því og ætti nú að bíða með laufið og spila hjarta á drottninguna. Ef austur tekur á ásinn og spilar spaða á sagnhafi góða möguleika á níu slögum, því það er nóg annaðhvort laufkóngur eða hjartagosi liggi rétt. En ef drottningin heldur...

Norður
1094
D72
K65
ÁG83

Vestur Austur
G8753 D6
Á96 G854
873 DG109
42 K75

Suður
ÁK2
K103
Á42
D1096

... er best að spila strax aftur hjarta á tíuna! Laufsvíningin getur enn beðið. Í þessari legu getur vörnin ekki haldið áfram að með spaðann og sagnhafi hefur nægan tíma til að fríspila laufið.

Sagnmingurinn fer hratt og örugglega niður ef sagnhafi svínar í laufi í öðrum slag, því þá fríar austur spaðann og vestur á enn innkomuna á hjartaás.