13. apríl 2002 | Akureyri og nágrenni | 127 orð | 1 mynd

Íþróttafélög sameinast

Stjórn Mývetnings: Guðrún M. Valgeirsdóttir, Böðvar Pétursson, Jóhanna H. Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson og Sólveig Erla Hinriksdóttir.
Stjórn Mývetnings: Guðrún M. Valgeirsdóttir, Böðvar Pétursson, Jóhanna H. Sigurðardóttir, Sigurður Böðvarsson og Sólveig Erla Hinriksdóttir.
AÐ undanförnu hafa stjórnir Umf. Mývetnings og Íf. Eilífs kannað hug félagsmanna til sameiningar þeirra. Þetta hefur leitt til þess að nýlega var á fundum í hvoru félagi um sig samþykkt að sameina félögin.
AÐ undanförnu hafa stjórnir Umf. Mývetnings og Íf. Eilífs kannað hug félagsmanna til sameiningar þeirra. Þetta hefur leitt til þess að nýlega var á fundum í hvoru félagi um sig samþykkt að sameina félögin.

Nú nýlega var síðan stofnfundur nýs félags haldinn í Skjólbrekku. Þar var sameining endanlega samþykkt einróma.

Hið nýja félag heitir Mývetningur Íþrótta- og ungmennafélag. Í stjórn félagsins voru kjörin: Jóhanna Harpa Sigurðardóttir formaður, Böðvar Pétursson, Guðrún María Valgeirsdóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Geirsdóttir, Sólveig Erla Hinriksdóttir og Sigurður Böðvarsson. Tilgangur félagsins er að halda uppi íþróttastarfsemi og annarri heilbrigðri félagsstarfsemi.

Umf. Mývetningur var gamalt og gróið félag, stofnað 1909, en Íf. Eilífur hafði starfað í rúm 30 ár eftir að þéttbýlismyndun varð í Reykjahlíð. Í sameinuðu félagi eru um 200 félagar. Íbúar Mývatnssveitar eru 450.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.