6. apríl 1991 | Minningargreinar | 260 orð

Óli Þór Bernódusson ­ Minning Fæddur 12. júní 1990 Dáinn 27. mars 1991 Legg ég

Óli Þór Bernódusson ­ Minning Fæddur 12. júní 1990 Dáinn 27. mars 1991 Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Þessi bænarorð flugu um huga minn er ég frétti að litli frændi minn, hann Óli Þór, væri farinn frá okkur, eftir aðeins 9 mánuði. Já, 9 mánuðir eru ekki langur tími, en honum varekki ætlað að vera lengur með okkur, því öllum er okkur jú ætlaður ákveðinn tími hér á jörðu, bara mislangur. Hann andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans eftir erfið veikindi aðfaranótt 27. mars sl.

Óli Þór var sonur hjónana Bjarkar Birkisdóttir og Bernódusar Alfreðssonar, sem búa að Búhamri 13, Vestmannaeyjum. Að þeim er nú mikill harmur kveðinn, er þau sjá á eftir litla fallega drengnum sínum. Óli Þór átti 3 bræður, sem sakna sárt litla bróður. Þótt lífskeið Óla Þórs hafiekki verið langt, skilur hann eftir bjartar minningar í hugum okkar allra, minningar sem við munum varðveita um ókomna tíð.

Elsku Björk, Beddi, Þórður, Birkir, Hávarður og aðrir ástvinir. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur öllum innilegar samúðarkveðjur og biðjum ykkur öllum Guðs blessunar. Óla Þór kveðjum við með söknuði og biðjum Guð að varðveita hann og blessa minningu hans.

Nú legg ég augun aftur,

ó Guð þinn náðarkraftur,

mín veri vörn í nótt.

Æ virst mig að þér taka,

mér yfir láttu vaka

þinn engil svo ég sofi rótt.

(S. Egilsson.)

Bryndís Rafnsdóttir

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.