BANDARÍSKA leikkonan Sandra Bullock og breski leikarinn Hugh Grant hafa leikið í töluverðum fjölda rómantískra gamanmynda, en aldrei saman, ekki fyrr en í Two Weeks Notice , sem senn kemur á markað.
BANDARÍSKA leikkonan
Sandra Bullock
og breski leikarinn
Hugh Grant
hafa leikið í töluverðum fjölda rómantískra gamanmynda, en aldrei saman, ekki fyrr en í
Two Weeks Notice
, sem senn kemur á markað. Þegar þau kynntu myndina á Cannes-hátíðinni um síðustu helgi gáfu þau sögusögnum um að þau væru ekki aðeins saman á tjaldinu heldur einnig utan þess byr undir vængi, en áður höfðu þau mætt saman á Óskarshátíðina. Í
Two Weeks Notice
leikur
Bullock
, sem einnig leikur nú í sakamálamyndinni
Murder By Numbers
, mikilsmetinn lögfræðing, sem fær í hendur mál glaumgosa og milljónamærings, sem
Grant
leikur. Myndin er sögð "djarfari" en margar rómantískar gamanmyndir og segir
Bullock
að þau
Grant
sýni þar ýmsar stellingar.