[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Molly Moon, er lítil stelpa sem býr á á munaðarleysingjahæli, ásamt fleiri flækingum. Þar fylgist hin grimmúðuga og skeggjaða ungfrú Anderson grannt með krökkunum, en Molly eyðir mestum tíma í litríkum draumaheimi sínum.

Molly Moon, er lítil stelpa sem býr á á munaðarleysingjahæli, ásamt fleiri flækingum. Þar fylgist hin grimmúðuga og skeggjaða ungfrú Anderson grannt með krökkunum, en Molly eyðir mestum tíma í litríkum draumaheimi sínum.

Þegar Molly finnur dularfulla bók um dáleiðslu á bæjarbókasafninu, og lærir að koma fólki í trans, þá fara ævintýrin að gerast. Fyrst dáleiðir hún alla sem koma á hæfileikakeppni, og þannig vinnur hún peningaverðlaunin sjálf. Hún kaupir sér far til New York og verður mikil dáleiðslustjarna þar í borg.

Næsta Harry Potter?

Hundurinn á myndinni heitir Petula og er hundur hinnar skeggjuðu ungfrú Andersen, en Molly dáleiðir hann og eftir það eltir hann hana um allt.

Sumir halda að þessi bók geti jafnvel orðið jafn vinsæl og bækurnar um Harry Potter, en sama fólk og gerði Harry Potter-bíómyndina ætlar að gera bíómynd um Molly.

Útgáfufélagið Bjartur ætlar að gefa bókina um Molly Moon út á Íslandi, en ekki fyrr er 2. nóvember, þannig að við verðum að bíða spennt þangað til. Fyrir stuttu kom bókin um Molly út í Englandi, og þá var haldin mikil skemmtun. Dávaldar voru fengnir til að sýna listir sínar og meðal skemmtiatriða var fjöldadáleiðsla þar sem gestir voru dáleiddir til að kaupa 40 eintök af bókinni og segja öllum vinum sínum að þetta væri besta bók sem þeir hefðu á ævinni lesið. Ekki fylgir sögunni hvort dáleiðslan heppnaðist.