Strangtrúaðir gyðingar á bæn. Í gyðingahverfi í gamla hluta Jerúsalem stendur Grátmúrinn, sem hefur mikið trúarlegt vægi fyrir gyðinga en einnig múslíma, sem er ekki hleypt að honum. Pappírssneplum með fyrirbænum er stungið milli steina í múrnum. Öryggisgæ
Strangtrúaðir gyðingar á bæn. Í gyðingahverfi í gamla hluta Jerúsalem stendur Grátmúrinn, sem hefur mikið trúarlegt vægi fyrir gyðinga en einnig múslíma, sem er ekki hleypt að honum. Pappírssneplum með fyrirbænum er stungið milli steina í múrnum. Öryggisgæ
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs harðna dag frá degi. Ísraelar og Palestínumenn berast á banaspjót og lausn þessarar deilu, sem staðið hefur í hálfa öld, virðist ekki í sjónmáli.

Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs harðna dag frá degi. Ísraelar og Palestínumenn berast á banaspjót og lausn þessarar deilu, sem staðið hefur í hálfa öld, virðist ekki í sjónmáli. Fjölmiðlar um allan heim keppast við að birta tölur um mannfall og eyðileggingu á báða bóga til að gefa yfirlitsmynd af ástandinu. Fjallað er ítarlega um friðartillögur stjórnmálamanna og hvernig þær verða að engu þegar á hólminn er komið. En það vill gleymast að þessar tölur og viðræður snúast um fólk, sem ekki getur um frjálst höfuð strokið og lifir við stöðuga stríðsógn og ótta. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari og Heimir Snorrason ferðuðust í byrjun maí um sömu slóðir og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur verið á undanfarna daga á Vesturbakkanum og Gaza og kynntu sér hina mannlegu hlið ástandsins.

Strangtrúaðir gyðingar á bæn. Í gyðingahverfi í gamla hluta Jerúsalem stendur Grátmúrinn, sem hefur mikið trúarlegt vægi fyrir gyðinga en einnig múslíma, sem er ekki hleypt að honum. Pappírssneplum með fyrirbænum er stungið milli steina í múrnum. Öryggisgæsla við múrinn er mikil og voru yfir 50 hermenn á torginu fyrir framan hann.