Fjallræðufólkið er eftir Gunnar Kristjánsson prófast. Nokkrar þekktustu persónurnar í verkum Halldórs Laxness eru í brennidepli, einkum lífsviðhorf þeirra og lífsspeki.
Fjallræðufólkið er eftir Gunnar Kristjánsson prófast. Nokkrar þekktustu persónurnar í verkum Halldórs Laxness eru í brennidepli, einkum lífsviðhorf þeirra og lífsspeki. Gunnar varpar hér á þær nýju ljósi með því að sýna fram á hvernig kristin trúarheimspeki, sem mótaði mjög heimsmynd Halldórs Laxness á æskuárum, birtist í skáldverkum hans og setur mark sitt á persónusköpunina.

Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Halldór bjó lengi að þeirri menntun og reynslu sem hann hlaut meðal kaþólikka snemma á þriðja áratug 20. aldar, og í verkum hans endurómar alla tíð samúð með lítilmagnanum og virðing fyrir lífinu - grundvallarþættirnir í mótun svipmikilla og ógleymanlegra persónanna."

Gunnar Kristjánsson er prófastur á Reynivöllum í Kjós. Hann lauk doktorsprófi árið 1979 frá Ruhr-háskóla í Bochum í Þýskalandi og fjallaði doktorsritgerð hans um trúarlega þætti í Heimsljósi eftir Halldór Laxness.

Útgefandi er Mál og menning, prentuð í Gutenberg. Bókin er 208 bls., kilja. Björg Vilhjálmsdóttir hannaði kápu. Verð: 2.990 kr.