Nú geturðu hækkað í loftinu, leikið þér og sýnt listir þínar allt í einu, með því að útbúa þessar einföldu stultur.

Nú geturðu hækkað í loftinu, leikið þér og sýnt listir þínar allt í einu, með því að útbúa þessar einföldu stultur.

Þú þarft að útvega þér tvær plastfötur, sem geta verið af hvaða stærð sem er, jafnvel venjulegar dósir , svo lengi sem þær eru sterkbyggðar, og kremjast ekki undir þér. Gott er að biðja mömmu um hjálp að velja.

Svo þarftu líka nælonsnæri eða annað í álíka (þú finnur það líklega í geymslunni hans afa), og svo eitthvað beitt til að gera gat á föturnar/dósirnar með.

1) Taktu fötuna/dósina og settu hana á hvolf. Gerðu tvö göt á hana sitt hvorum megin, upp við efri brúnina.

2) Mældu hversu langt snærið þarf að vera, líklega um metri, fer eftir stærð fötu og þín sjálfs. Klipptu snærið.

3) Þræddu snærið í gegnum fötuna og bittu endana saman. Passar þetta ekki örugglega fyrir þig?

4) Endurtaktu þetta við hina fötuna/dósina.