Harry Houdini (lesið: húdíní) er einn mesti galdrasnillingur sem uppi hefur verið. Hann fæddist í Ungverjalandi árið 1874, en foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna þegar hann var 4 ára patti.

Harry Houdini (lesið: húdíní) er einn mesti galdrasnillingur sem uppi hefur verið. Hann fæddist í Ungverjalandi árið 1874, en foreldrar hans fluttu til Bandaríkjanna þegar hann var 4 ára patti. Þegar hann var 12 ára flúði hann að heiman og byrjaði fljótt að galdra. Hann varð bestur í svokölluðum "flótta" þar sem hann losaði sig úr ótrúlegum aðstæðum. T.d. fór hann ofan í kassa, lét binda kaðal um hann allan og lét menn láta hann síga ofan í sjó. Samt slapp hann lifandi! Hér á myndinni er hann með fílnum Jenny sem hann lét hverfa af sviði fyrir framan áhorfendur rosastórs leikhúss í New York árið 1918. Já, Houdini var rosaklár.

Við mælum samt með að þið reynið eitthvað mun auðveldara þegar þið takið ykkar fyrstu skref inn á óútreiknanlegu braut galdramannsins, og hér eru nokkrir galdrar sem gott er að byrja á.