Sylvester Stallone: Nýr löggutryllir.
Sylvester Stallone: Nýr löggutryllir.
KVIKMYNDIN D-Tox , sem væntanleg er í bíóhúsin, er spennumynd í leikstjórn Jims Gillespies , sem leikstýrði m.a. I Know What You Did Last Summer . Alríkislögreglumaðurinn Jake Malloy, sem leikinn er af Sylvester Stallone , er einn sá færasti í faginu.
KVIKMYNDIN D-Tox , sem væntanleg er í bíóhúsin, er spennumynd í leikstjórn Jims Gillespies , sem leikstýrði m.a. I Know What You Did Last Summer . Alríkislögreglumaðurinn Jake Malloy, sem leikinn er af Sylvester Stallone , er einn sá færasti í faginu. En dag einn verður hann fyrir tvöföldu áfalli. Besti félagi hans er drepinn af svokölluðum löggumorðingja og í kjölfarið myrðir raðmorðingi eiginkonu hans. Lögreglunni finnst mjög líklegt að löggumorðinginn og raðmorðinginn séu einn og sami maðurinn. Jake þarf á áfallahjálp að halda og er sendur á mjög svo einangraðan stað. Meðferðarheimili þetta hafði í eina tíð þjónað sem kjarnorkubyrgi bandaríska hersins og þarf Jake nú að taka á öllu sínu því morðinginn, sem drap félagann og eiginkonuna, hefur elt hann þangað og leggur nú fyrir hann ýmsar dauðagildrur. Með önnur aðalhlutverk fara Charles Dutton, Polly Walker, Angela Alvarado, Tom Berenger og Kris Kristofferson .