Christopher Reeve: Í leikstjórastólinn.
Christopher Reeve: Í leikstjórastólinn.
BÓK breska rithöfundarins Roberts McCrumb , My Year Off , þar sem hann lýsir þeirri reynslu sinni að lamast eftir heilablóðfall, sem hann fékk aðeins 41 árs að aldri, hefur hlotið fjölda viðurkenninga.
BÓK breska rithöfundarins Roberts McCrumb , My Year Off , þar sem hann lýsir þeirri reynslu sinni að lamast eftir heilablóðfall, sem hann fékk aðeins 41 árs að aldri, hefur hlotið fjölda viðurkenninga. Nú stendur fyrir dyrum að kvikmynda þessa bók og hefur bandaríski leikarinn Christopher Reeve ( Superman ) verið ráðinn til að leikstýra myndinni. Reeve hefur sjálfur reynslu af því að ganga í gegnum áfall sem gjörbreytti lífi hans og starfi, en þegar hann var 42 ára lamaðist hann eftir að hafa fallið af hestbaki. Síðan hefur hann verið í hjólastól en smátt og smátt hafið störf að nýju í kvikmyndafaginu. Hann lék í sjónvarpsmyndinni Snakes and Ladders og leikstýrði árið 1996 fyrstu kvikmynd sinni, In the Gloaming . McCrum , sem var umsvifamikill útgefandi, er nú bókmenntaritstjóri The Observer. Talið er líklegt að sögusvið bókarinnar verði flutt frá Bretlandi til Bandaríkjanna í kvikmyndinni og hefur verið rætt við Kevin Bacon um að leika aðalhlutverkið.