ÞEGAR farið er í viðskipti við Kínverja er mikilvægt að hafa kynnt sér siði þeirra og taka tillit til þeirra. Reyndar hafa þeir margs konar siði og venjur í viðskiptum og hafa ber í huga að siðirnir geta verið mjög mismunandi eftir landsvæðum.

ÞEGAR farið er í viðskipti við Kínverja er mikilvægt að hafa kynnt sér siði þeirra og taka tillit til þeirra. Reyndar hafa þeir margs konar siði og venjur í viðskiptum og hafa ber í huga að siðirnir geta verið mjög mismunandi eftir landsvæðum.

Æskilegt er að menn skiptist á nafnspjöldum á fyrsta fundi. Mikilvægt er að vera formlegur og kurteis og nota báðar hendur við afhendingu og móttöku á nafnspjaldi.

Hið sama á við þegar gefnar eru gjafir, sem er mjög algengt í viðskiptum í Kína, nota skal báðar hendur. Ekki er ætlast til þess að gefnar séu gjafir í hvert sinn sem menn hittast og þær mega ekki vera of verðmætar, slíkt getur orðið vandræðalegt. Gjafirnar eiga ekki að vera í formi peninga.

Þegar fólk er kynnt hvað fyrir öðru skal kynna karla fyrir konum og þá yngri fyrir þeim eldri. Ekki benda.

Munið að sýna Kínverjum virðingu, hvað sem á dynur. Þó svo að harka og ákveðni færist í samninga þá skal ekki sýna reiði. Hótanir eru talin argasta ókurteisi og hroki er túlkaður sem móðgun. Þá ætti að forðast beinar aðfinnslur af sömu ástæðu.

Margir Kínverjar kjósa að fara í kringum hlutina og ræða þá óbeint og í tillögustíl. Þannig gætu slæmar fréttir verið ósagðar, einungis gefnar í skyn.