NÝLEGA var opnuð tískuvöruverslunin Feminin Fashion í Bæjarlind 12 í Kópavogi. Afgreiðslutími er mánudaga til fimmtudaga kl. 10-18.30 og föstudaga til kl. 19.30. Á laugardögum er opið frá 10-16.30.

NÝLEGA var opnuð tískuvöruverslunin Feminin Fashion í Bæjarlind 12 í Kópavogi. Afgreiðslutími er mánudaga til fimmtudaga kl. 10-18.30 og föstudaga til kl. 19.30. Á laugardögum er opið frá 10-16.30.

Í versluninni er að finna almennan kvenfatnað í stærðum 36 til 60 frá m.a. Cappuccino, Simply og Dominique. Hópar og einstaklingar geta pantað sér kvöld- og/eða morguntíma utan venjulegs afgreiðslutíma.

Fastur hundraðshluti af veltu fyrtækisins rennur til rannsókna á krabbameinum kvenna hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Einnig eru seldir á vægu verði brúnir pappírsburðarpokar og rennur allt andvirði þeirrar sölu óskipt til Krabbameinsfélagsins.

Feminindekur er nýjung - þangað fara nöfn þeirra sem skrá sig á netfangalistann hjá feminin@feminin.is.

Úr Feminindekurnöfnunum verður í fyrsta sinn dregið mánudaginn 1. júlí og eftir það alla mánudaga og miðvikudaga og mun listinn yfir hina heppnu hanga uppi í versluninni. Meðal vinninga eru utanlandsferðir, ljósakort og líkamsræktarkort og úttektarmiðar í versluninni og/eða kaffihúsinu.

Meðal annars er boðið upp á léttan morgunverð, kvöldverð og brauð- og pastarétti.

Samhliða opnun tískuverslunarinnar hefur verið opnað kaffihúsið Café Fashion-Gallerí. Þar er meðal annars í boði léttur hádegisverður og allar almennar veitingar auk þess sem staðurinn hefur vínveitingaleyfi. Í kaffihúsinu er listgallerí þar sem listamenn geta sýnt og selt list sína.

Myndlistarkonan Kristín Þorkelsdóttir sýnir þar vatnslitamyndir sem hún hefur málað úti í náttúrunni á síðustu tveimur árum. Hún lætur einnig ákveðinn hundraðshluta af verkunum sem seljast á sýningunni renna til Krabbameinsfélagsins og það gera sömuleiðis eigendur Iess járngallerís, sem smíðaði allar innréttingarnar í verslunina og kaffihúsið, segir í fréttatilkynningu.