Unglingarnir bíða  eftir fyrirmælum reiðkennarans Lárusar sem sést hér á miðri mynd. Í baksýn spegilsléttur fjörðurinn og upp úr honum rís Kirkjufellið.
Unglingarnir bíða eftir fyrirmælum reiðkennarans Lárusar sem sést hér á miðri mynd. Í baksýn spegilsléttur fjörðurinn og upp úr honum rís Kirkjufellið.
NÚ nýverið lauk reiðnámskeiði hjá Hesteigendafélagi Grundarfjarðar. Þátttakendum sem voru 30 talsins var skipt í fjóra hópa barna, unglinga og fullorðinna. Kennari var Lárus Ástmar Hannesson, Stykkishólmi.
NÚ nýverið lauk reiðnámskeiði hjá Hesteigendafélagi Grundarfjarðar. Þátttakendum sem voru 30 talsins var skipt í fjóra hópa barna, unglinga og fullorðinna. Kennari var Lárus Ástmar Hannesson, Stykkishólmi. Mjög gott veður var meðan á námskeiðinu stóð en því lauk síðan með útreiðartúr og grillveislu hjá þeim yngstu en skeiðlagningu með tilþrifum hjá þeim eldri. Mikið líf er í starfinu hjá Hesteigendafélagi Grundarfjarðar sem á síðasta ári tók í notkun nýtt félagsheimili sem hlaut nafnið Fákasel. Tilkoma félagsheimilisins hefur verið starfi félagsins eins og góð vítamínsprauta að sögn formannsins, Kristján M. Oddssonar. Um þessar mundir undirbúa félagarnir hesta sína til þátttöku í úrtökumóti Snæfellings fyrir Landsmót hestamanna.