Erlingur Richardsson verður þjálfari karlaliðs ÍBV í handknattleik á næsta tímabili og mun hann jafnframt leika með liðinu. Erlingur þjálfaði kvennalið ÍBV á síðustu leiktíð en tekur nú við karlaliðinu af Sigbirni Óskarssyni og er samningur hans til árs.

Erlingur Richardsson verður þjálfari karlaliðs ÍBV í handknattleik á næsta tímabili og mun hann jafnframt leika með liðinu. Erlingur þjálfaði kvennalið ÍBV á síðustu leiktíð en tekur nú við karlaliðinu af Sigbirni Óskarssyni og er samningur hans til árs.

"Við teljum Erling vera mjög góðan kost og það er hugur í okkur Eyjamönnum. Við erum í viðræðum við nokkra leikmenn og ég er bjartsýnn á að okkur takist að fylla vel þau skörð sem hafa verið höggvin í okkar hóp," sagði Magnús Bragason, formaður handkattleiksráðs ÍBV, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Eins og fram hefur komið hafa nokkrir sterkir leikmenn yfirgefið ÍBV á síðustu vikum. Svavar Vignisson og Arnar Pétursson gengu í raðir FH, Litháinn Mindauskas Andriauska er kominn til danska 1. deildarliðsins Bjerringbo og landi hans, Petras Raupenas, er farinn aftur til síns heimalands.

Ekki hefur verið ráðinn nýr þjálfari hjá kvennaliði ÍBV í stað Erlings en undir hans stjórn urðu Eyjakonur bikarmeistarar á síðasta vetri.