Steven Soderbergh: Erótískur þríhyrningur.
Steven Soderbergh: Erótískur þríhyrningur.
NÝJASTA mynd Óskarsverðlaunaleikstjórans Stevens Soderbergh , Solaris , sem byggð er á samnefndum vísindaskáldskap rússneska kollegans Andreis Tarkovskí , birtist senn á tjaldinu og nú er leikstjórinn búinn að finna næsta verkefni.
NÝJASTA mynd Óskarsverðlaunaleikstjórans Stevens Soderbergh , Solaris , sem byggð er á samnefndum vísindaskáldskap rússneska kollegans Andreis Tarkovskí , birtist senn á tjaldinu og nú er leikstjórinn búinn að finna næsta verkefni. Hann hefur gengið í lið með tveimur þungavigtarleikstjórum, hinum aldna ítalska meistara Michelangelo Antonioni og Hong Kong-leikstjóranum Wong Kar-wai ( In the Mood for Love ) um gerð þríleiksins Eros , sem, eins og nafnið bendir til, er gerður úr þremur erótískum sögum. Soderbergh kemur þarna í staðinn fyrir Pedro Almodóvar hinn spænska sem hætti við að leikstýra einni af sögunum þremur en vinnur áfram við verkefnið sem ráðgjafi. Antonioni , sem orðinn er níræður, hefur þegar lokið við sinn hluta verksins.