Dóri skildi handritið eftir hjá prentsmiðjustjóranum síðvetrar árið 1919 og í byrjun sumars voru prófarkir að bókinni tilbúnar. Loks kom hún út um haustið en þá var hann í Danmörku og orðinn leiður á henni!

Dóri skildi handritið eftir hjá prentsmiðjustjóranum síðvetrar árið 1919 og í byrjun sumars voru prófarkir að bókinni tilbúnar. Loks kom hún út um haustið en þá var hann í Danmörku og orðinn leiður á henni!

Þegar Dóri sneri heim aftur gekk hann hliðargötur í bænum og taldi sér trú um að fólk myndi hía á höfund svona bókar. Hann vildi bara gleyma henni en það lenti á mömmu hans að borga inn á skuldina fyrir prentunina á þessari bók sem hún hafði ekki einu sinni lesið. Dóri sagði síðar að gamla konan hefði sjálfsagt leyst út eina eða tvær kýr úr fjósinu í Laxnesi til að borga eitthvað upp í þetta.