"Maður er alveg bláedrú á föstudagskvöldi. Þetta náttúrlega gengur ekki," sagði Stefán Harald Berg Petersen en var augljóslega ekki full alvara. "Nei, auðvitað verður þetta að vera svona enda er maður á bíl." Stefán og Þorsteinn M. Kris
"Maður er alveg bláedrú á föstudagskvöldi. Þetta náttúrlega gengur ekki," sagði Stefán Harald Berg Petersen en var augljóslega ekki full alvara. "Nei, auðvitað verður þetta að vera svona enda er maður á bíl." Stefán og Þorsteinn M. Kris
ÞETTA leit ekki vel út fyrir Grafarvogsbúa til að byrja með. Á fyrstu tíu mínútunum frá því lögreglan setti upp vegartálma á Gullinbrú skömmu fyrir miðnætti á föstudag og stöðvaði bíla á leið suður brúna, voru tveir ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur.

ÞETTA leit ekki vel út fyrir Grafarvogsbúa til að byrja með. Á fyrstu tíu mínútunum frá því lögreglan setti upp vegartálma á Gullinbrú skömmu fyrir miðnætti á föstudag og stöðvaði bíla á leið suður brúna, voru tveir ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur. Þetta reyndust þó vera einu ölvuðu ökumennirnir af þeim um 700 sem lögreglan stöðvaði frá um 23.30 til 1.30. Þrír voru próflausir og nokkrir tugir höfðu gleymt ökuskírteininu heima.

Með átakinu vildi lögreglan í Reykjavík minna ökumenn á að áfengi og akstur fara ekki saman. Rætt var við ökumenn og þeim afhent dreifirit þar sem m.a. kemur fram að í fyrra hafi 939 ökumenn verið stöðvaðir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar. Þeir hafa verið heldur færri á þessu ári en of snemmt er að segja til um niðurstöðu ársins þar sem yfirleitt er mest um ölvunarakstur í desember.

Forsmekkurinn

"Þetta er bara forsmekkurinn," sagði Jóhann Karl Þórisson lögreglumaður þegar Morgunblaðið ræddi við hann á Gullinbrú í gærkvöldi. Næstu vikur muni lögreglan setja upp vegatálma víðs vegar um borgina og kanna ástand ökumanna. "Fólkið tekur vel í þetta. Það er líka ágæt tilbreyting að lögregla sé ekki að sekta heldur fyrst og fremst að ræða við ökumenn." Yfirleitt séu nokkrir ökumenn stöðvaðir sem hafi fengið sér neðan í því. Aðalatriðið sé þó forvarnargildið sem felst í slíkum aðgerðum.

Jóhann Karl ljóstraði því upp að lögreglan ætlaði að vera með sams konar umferðarátak í borginni á laugardagskvöld en eins og við var að búast neitaði hann að gefa upp tíma og stað.