[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Um jólin kemur barnablaðið oftar út og blaðsíðurnar verða líka fleiri. Og þá væri frábært að fá alls konar efni sent frá ykkur, krakkar, til að fylla jólablaðsíðurnar með.

Um jólin kemur barnablaðið oftar út og blaðsíðurnar verða líka fleiri.

Og þá væri frábært að fá alls konar efni sent frá ykkur, krakkar, til að fylla jólablaðsíðurnar með.

Við munum efna til smákeppni og þeir sem fá efnið sitt birt í blaðinu geta valið sér bók í vinning. Hér koma nokkrar hugmyndir:

Jólasaga

Helst ekki lengri en 200 orð og æðislegt að fá mynd með, en alls ekki skylda.

Jólaleikir

Þrautir, gátur, spil eða annað til að stytta sér stundir með á aðfanga- og gamlársdag.

Jólabrandarar

Hláturinn lengir lífið, en styttir biðina eftir jólapökkunum!

Jólamynd

Ja! Hvernig eru jólin þín?

Frumlegasti sveinninn

Þetta má vera mynd, teikning, saga, brandari, uppskrift, ljósmynd eða hvað sem er, en þarf að tengjast eftirfarandi gamalli frásögn úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar.

Lækjaræsir og Örvadrumbur?

"Jólasveinar eru taldir þrettán og kemur sá fyrsti hálfum mánuði fyrir jól og síðan einn hvern dag til jóla og eins haga þeir brottferð sinni eftir jólin. Gamalt fólk hafði það fyrir vana að sletta floti á eldhúsveggi á Þorláksmessu þegar kjötið var soðið og hurfu þessar slettur síðan því jólasveinar sleiktu þær. En þessi eru nöfn jólasveina eftir því sem réttorður kvenmaður hefur heyrt:

Tífill, Tútur,

Baggi, Lútur,

Rauður, Redda,

Steingrímur og Sledda,

Lækjaræsir, Bjálminn sjálfur,

Bjálmans barnið,

Litlipungur, Örvadrumbur."

Munið að senda efnið í síðasta lagi 17. des. til:

Barnablað Moggans

- Jólaefni, takk! -

Kringlunni 1

103 Reykjavík

Nafn: ______________________

Aldur: _____________________

Heimili: ____________________

Staður: ______________________

Ég vil bókina:_________________

____________________________

Bækur í boði Æskunnar og JPV

Frá Æskunni

Einhyrningurinn minn: Galdurinn Galdurinn er fyrsta bókin um Láru og einhyrninginn hennar, hugljúf og skemmtileg saga (8-11 ára).

Eva og Adam: Martröð á Jónsmessunótt Adam fær að fara með Evu til Gotlands og lífið er leikur þar til afbrýðisemi og misskilningur spretta upp (9-14 ára).

Harry og hrukkudýrin: Eru frænkur hans og gamlingjarnir vinir þeirra ekki of gamalt lið til að aka á ofsahraða og klifra í trjám? Stórkostlega spennandi saga (9-14 ára).

Frá JPV-útgáfu

Kafteinn ofurbrók Geta Kafteinn ofurbrók og nærbrækurnar hans staðist átökin við þrjá sjúklega illgjarna gaura utan úr geimnum? (7-12 ára)

Albertína ballerína er lítil mús sem þráir ekkert heitar en að verða ballerína. Vinsæl bók um allan heim og er sýnd í Sjónvarpinu (3-7 ára).

Gúmmí-Tarzan er í raun lítill, mjór og ólaglegur. En þá rekst hann á alvöru galdranorn... (8-12 ára)