KRISTJÁN Helgason, atvinnumaður í snóker, er mættur til Blackpool í Englandi þar sem undankeppni fyrir þrjú af stóru mótunum á keppnistímabilinu fer af stað í dag.

KRISTJÁN Helgason, atvinnumaður í snóker, er mættur til Blackpool í Englandi þar sem undankeppni fyrir þrjú af stóru mótunum á keppnistímabilinu fer af stað í dag. Kristján keppti síðast á breska meistaramótinu í nóvember og stóð sig mjög vel en hann tapaði þá naumlega, 5:3, fyrir verðandi meistara, Paul Hunter, í 32 manna úrslitum. Kristján hefur hækkað sig um níu sæti á heimslistanum í vetur, hann var í 75. sætinu í haust en er í 66. sæti á nýjum lista sem gefinn var út í desember.