NÚ reynir á verkkunnáttuna. Suður spilar þrjú grönd og fær út spaðatíu: Suður gefur; allir á hættu.

NÚ reynir á verkkunnáttuna. Suður spilar þrjú grönd og fær út spaðatíu:

Suður gefur; allir á hættu.

Norður
K43
G3
1074
ÁK632

Suður
Á82
Á875
ÁK5
1074

Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 grand
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Hvernig er best að spila?

Sagnhafi þarf fjóra slagi á lauf og fær það sjálfkrafa ef liturinn brotnar 3-2, eins og algengast er. En það er sjálfsagt að huga að 4-1 legunni. Ef samgangur við blindan væri nægur mætti ráða við háspil stakt í vestur með því að taka fyrst á ásinn og spila svo að tíunni. Þetta dugir ekki hér, því blindur er of fátækur af innkomum til hliðar. Annar möguleiki (og í sjálfu sér jafngóður) er að leggja af stað með lauftíuna að heiman í þeim tilgangi að gleypa staka níu eða áttu í austur:

Norður
K43
G3
1074
ÁK632
Vestur Austur
D1095 G76
942 KD106
G6 D9832
DG95 8
Suður
Á82
Á875
ÁK5
1074

Vestur leggur á tíuna og sagnhafi tekur með ás. Spilar svo litlu laufi á sjöuna og níu vesturs. Síðan er hægt að svína laufsexunni.

Þetta spil leynir verulega á sér, enda sjaldgæft að sexur og sjöur gegni slíku lykilhlutverki.