Hásteinsvegur 5
Hásteinsvegur 5
NÚ eins og undanfarin ár var staðið fyrir jólaskreytingakeppni á meðal íbúa Sveitarfélagsins Árborgar en það er umhverfisdeild bæjarins ásamt fyrirtækjum í bænum sem halda keppnina og gefa verðlaun.

NÚ eins og undanfarin ár var staðið fyrir jólaskreytingakeppni á meðal íbúa Sveitarfélagsins Árborgar en það er umhverfisdeild bæjarins ásamt fyrirtækjum í bænum sem halda keppnina og gefa verðlaun.

Í ár voru það tvö hús á Stokkseyri sem unnu í einstaklingskeppninni. Stokkseyringum hefur gengið mjög vel í þessari keppni fram að þessu því að á undanförnum árum hafa þeir unnið 6 sinnum enda verður bærinn alltaf meira og meira skreyttur ár frá ári.

Sigurvegararnir í ár voru Hásteinsvegur 5, eigendur Katrín Jónsdóttir og Jónas Henningsson, og Strandgata 7, eigendur Kristín Sigurðardóttir og Vilhjálmur Magnússon.