15. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 102 orð

D-listi og S-listi mælast svipað

SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun Talnakönnunar fyrir vefsvæðið heimur.is eru Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin með svipað fylgi. Könnunin var gerð dagana 10. til 13. febrúar.
SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun Talnakönnunar fyrir vefsvæðið heimur.is eru Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin með svipað fylgi. Könnunin var gerð dagana 10. til 13. febrúar.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 38,4%, var 36,4% í síðustu könnun Talnakönnunar í janúar, Samfylkingin naut 37,7% stuðnings, var 39,7% síðast, 11,6% ætluðu að kjósa Framsóknarflokkinn miðað við 13,3% síðast, 9,8% Vinstri græna, sem er 1 prósentustigi meira en í janúar, og fylgi Frjálslynda flokksins mældist 2,1%, var 2,5%. Þjóðernissinnar fengu 0,4% en ekkert í síðustu könnun.

Í könnuninni svaraði 791 kjósandi, þar af sögðust 28% vera óákveðin og 13% vildu ekki svara spurningunni, ætluðu að skila auðu eða ætluðu ekki að kjósa.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.