15. febrúar 2003 | Innlendar fréttir | 92 orð

Leiðangri Haralds Arnar frestað

FJALLGÖNGULEIÐANGRI Haralds Arnar Ólafssonar á Carstensz, hæsta fjalls Eyjaálfu, sem hefjast átti í dag, laugardag, hefur verið frestað til 25. mars. Ekki þykir öruggt fyrir fjallgöngumenn að halda á tindinn vegna stjórnmálaólgu í Nýju-Gíneu.
FJALLGÖNGULEIÐANGRI Haralds Arnar Ólafssonar á Carstensz, hæsta fjalls Eyjaálfu, sem hefjast átti í dag, laugardag, hefur verið frestað til 25. mars. Ekki þykir öruggt fyrir fjallgöngumenn að halda á tindinn vegna stjórnmálaólgu í Nýju-Gíneu.

Er þetta í annað sinn sem Haraldur Örn þarf að fresta Carstensz-leiðangri sínum frá því hann hóf sjötindaleiðangur sinn árið 2001. Gekk hann þá á hæsta tind Ástralíu, sem er viðurkenndur sem einn hátindanna sjö og lauk þar með sjötindaleiðangri sínum. Haraldur stefndi samt að því að ganga líka á Carstensz þótt síðar yrði, en tindurinn hefur reynst torsóttur.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.