Sæmundur Gíslason fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1920. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 2. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 13. febrúar.

Elsku afi, mig langar að þakka þér fyrir þann frábæra tíma sem ég átti með þér. Þegar ég var í heimsókn hjá þér og ömmu gerðir þú allt til þess að ég hefði það sem best og nyti dvalarinnar Íslandi. Ég man vel eftir þeim stundum sem þú spilaðir fótbolta með mér í íþróttahúsinu. Það mátti vel sjá að þú hafðir engu gleymt varðandi knattspyrnuna og kenndir þú mér ýmislegt á því sviði. Oft fórum við í bíltúr og brást þá ekki að þú byðir mér upp á stóran ís. En sérstaklega man ég, að í hvert skipti sem ég dvaldi hjá ykkur ömmu kenndirðu mér eitthvert nýtt kvæði eða ljóð. Eftir langvarandi veikindi þín vona ég að þú njótir nú friðar og rósemdar þar sem þið amma náið að sameinast aftur. Minningin um þig og ömmu mun alltaf lifa í mínu hjarta.

Þín afastelpa

Jóhanna Gísladóttir.