Garðsendi 21 er einbýlishús sem 101 Reykjavík er með í sölu. Alls er húsið 250,3 fermetrar en ásett verð er 24,5 millj. kr.
Garðsendi 21 er einbýlishús sem 101 Reykjavík er með í sölu. Alls er húsið 250,3 fermetrar en ásett verð er 24,5 millj. kr.
Reykjavík - Fasteignasalan 101 Reykjavík er með í sölu húseignina Garðsenda 21, 108 Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt árið 1961 og er það á þremur hæðum, alls að flatarmáli 250,3 fermetrar, þar af er bílskúr 26,2 fermetrar.

Reykjavík - Fasteignasalan 101 Reykjavík er með í sölu húseignina Garðsenda 21, 108 Reykjavík. Þetta er steinhús, byggt árið 1961 og er það á þremur hæðum, alls að flatarmáli 250,3 fermetrar, þar af er bílskúr 26,2 fermetrar.

"Þetta er fallegt hús sem mikið hefur verið gert fyrir, t.d. er mjög stór og falleg verönd bakatil og mjög fallegur garður í góðri rækt er við húsið," sagði Leifur Aðalsteinsson hjá 101 Reykjavík.

"Sér inngangur er í kjallara þar sem hægt væri auðveldlega að útbúa aukaíbúð en þar er vinnaðstaða í dag. Aðalinngangur er á miðhæð hússins. Þar er forstofa og frá henni er gengið inn á gang og þaðan inn í aðrar vistarverur. Á miðhæð eru stofa og borðstofa og eldhús með borðkrók. Þar er einnig nýstandsett snyrting með flísum. Í risi eru þrjú svefnherbergi auk fataherbergis og baðherbergi með innréttingu og baðkari. Öll loft í húsinu eru nýeinangruð og klædd og nýtt parket og nýir sólbekkir eru í flestum herbergjum. Frá svefnherbergi er gengt út á austursvalir. Nýjar skolplagnir og nýjar vatns- og rafmagnsheimtaugar eru í húsinu. Ásett verð er 24,5 millj.kr. Áhvílandi eru 6 millj.kr. í húsbéfum og byggingarsjóði."