Þjóðbraut 1 er til sölu hjá Fasteignamiðlun Vesturlands. Þetta er 421,5 fermetra eign, byggt um 1950 og hefur verið talsvert endurnýjað, ásett verð er 29 millj. kr.
Þjóðbraut 1 er til sölu hjá Fasteignamiðlun Vesturlands. Þetta er 421,5 fermetra eign, byggt um 1950 og hefur verið talsvert endurnýjað, ásett verð er 29 millj. kr.
Akranes - Fasteignamiðlun Vesturlands er með í sölu núna húseignina Þjóðbraut 1, Akranesi. Húsið, sem er steinsteypt og var reist um 1950, er 421,5 fermetrar að stærð og stendur á 4.

Akranes - Fasteignamiðlun Vesturlands er með í sölu núna húseignina Þjóðbraut 1, Akranesi. Húsið, sem er steinsteypt og var reist um 1950, er 421,5 fermetrar að stærð og stendur á 4.342 fermetra lóð við hringtorg á einum besta stað í bænum að sögn Soffíu S. Magnúsdóttur hjá Fasteignamiðlun Vesturlands.

"Þessi eign býður upp á mikla möguleika, einkum vegna stærðar lóðar og staðsetningar," sagði Soffía ennfremur.

"Þegar hús þetta var reist fyrir rúmum 50 árum var það talsvert út úr bænum en sem kunnugt er hefur byggð á Akranesi þanist nokkuð út þannig að nú er það inni í svokölluðum miðbæjarkjarna sem er að rísa í hjarta bæjarins."

Á þessum tíma var innakstur í bæinn framhjá húsinu en því var síðar breytt. Nú stendur hins vegar til að taka upp fyrri sið og að Þjóðbrautin verði aðalumferðaræðin í bænum á ný, einkum þar sem þetta yrði greiðasta leið niður að höfn og að mörgum af stærri fyrirtækjum bæjarins, svo sem Sementsverksmiðjunni, fiskvinnsluhúsunum og fleira.

Húsið sem um ræðir er steinsteypt á einni hæð og skiptist í fjögur misstór pláss, þak er nýlega endurnýjað, svo og rafmagnsinntak og rafmagnstafla. Við húsið er malbikað plan að hluta en að öðru leyti er malarplan og gróin grasflöt. Nú eru starfandi í húsinu bílasala og eldvarnarþjónusta. Húsið er til sölu í einu lagi en má þó skoða aðra möguleika.

Hringtorgið sem húsið stendur við tengir m.a. væntanlega innkeyrslu í bæinn um Þjóðbraut og Stillholt þar sem eru sjórnsýsla bæjarins, sýslumannsembættið, Landmælingar Íslands og mörg önnur fyrirtæki og nú er hafin skipulagsvinna að miðbæjarreitnum steinsnar frá. Þá er stærsta blokkahverfið í bænum handan við Þjóðbrautina og því fjöldi íbúa í kring. Einnig er örstutt niður á Langasand, sem er baðströnd Skagamanna. Uppgangstímar virðast nú framundan á Akranesi og horft er til stóriðjuframkvæmda á Grundartangasvæðinu og mikilla íbúðabygginga sem þegar eru hafnar í bænum eða eru á teikniborðinu. Ásett verð er 29 millj. kr.