Í KVÖLD byrjar ný syrpa matgæðingaþáttarins Heima er best í Ríkissjónvarpinu. Að þessu sinni eru þættirnir sjö en í þeim heimsækja matreiðslumeistararnir Jón Arnar og Rúnar þekkta Íslendinga og skarka með þeim í pönnum og pottum.

Í KVÖLD byrjar ný syrpa matgæðingaþáttarins Heima er best í Ríkissjónvarpinu. Að þessu sinni eru þættirnir sjö en í þeim heimsækja matreiðslumeistararnir Jón Arnar og Rúnar þekkta Íslendinga og skarka með þeim í pönnum og pottum. Í þessum fyrsta þætti er gestgjafinn tenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson og kona hans Íris Björk Viðarsdóttir og viðfangið ítalskur matur. Eftir viku verða svo hjónin Ásgerður Júníusdóttir söngkona og rithöfundurinn Sjón heimsótt. Þau fara hins vegar með þá Jón og Arnar til Marokkó í sinni matseld. Framleiðandi þáttanna er Saga film.

Heima er best er á dagskrá Ríkissjónvarpsins kl. 21.25.