ÞRÍR urðu efstir og jafnir í unglingaflokki á Akureyrarmóti yngri flokka í skák, en það fór fram um helgina. Þetta voru þeir Ágúst Bragason, Davíð Arnarson og Jón Birkir Jónsson, allir með 7 vinninga af 8 mögulegum. Þeir munu tefla aukakeppni um...

ÞRÍR urðu efstir og jafnir í unglingaflokki á Akureyrarmóti yngri flokka í skák, en það fór fram um helgina. Þetta voru þeir Ágúst Bragason, Davíð Arnarson og Jón Birkir Jónsson, allir með 7 vinninga af 8 mögulegum. Þeir munu tefla aukakeppni um titilinn.

Ólafur Ólafsson varð efstur í drengjaflokki, hlaut 5 vinninga af 8. Auðunn Skúta Snæbjarnarson varð annar með 4 vinninga og Eyþór Gylfason fékk 3 vinninga. Alexander Arnar Þórisson varð efstur í barnaflokki, fékk 10 vinninga af 10 mögulegum, þá komu Mikael Jóhann Karlsson með 8 vinninga og Steinar Marínó Hilmarsson með 7,5 vinninga. Í telpnaflokki varð Tinna Skúladóttir í fyrsta sæti með 5 vinninga af 10 og þá Bergdís Bjarnadóttir.