ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætlar ekki að gera hlé á ferð sinni til Ungverjalands og Slóveníu þó að stríð brjótist út í Írak í vikunni.

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætlar ekki að gera hlé á ferð sinni til Ungverjalands og Slóveníu þó að stríð brjótist út í Írak í vikunni. Forsetinn var spurður að því í gær hvaða áhrif það myndi hafa á heimsóknina til Ungverjalands og Slóveníu ef stríð skylli á í Írak í vikunni.

"Í sjálfu sér munum við halda áfram heimsókn til Ungverjalands og Slóveníu," sagði Ólafur Ragnar. "Ég held að það sé mjög upplýsandi og gagnlegt fyrir okkur íslensku fulltrúana að fá að heyra sjónarmið og afstöðu fulltrúa Ungverja og Slóvena. Ef stríð skellur á tel ég að það sé gagnlegt fyrir okkur Íslendinga að taka mið af því hvernig ráðamenn ríkja sem leggja mikið upp úr samvinnu við Atlantshafsbandalagið og aðild að því, aðild að Evrópusambandinu og góðri samvinnu við Bandaríkin munu bregðast við."