Eli Roth (til vinstri) leikstýrir sínum mönnum í kvikmyndinni Kofakvillanum.
Eli Roth (til vinstri) leikstýrir sínum mönnum í kvikmyndinni Kofakvillanum.
HÁTÍÐIN SXSW í Austin í Texas, eða South by Southwest, hefur undanfarin ár haft á sér orð fyrir að vera ein skemmtilegasta og metnaðarfyllsta tónlistar- og kvikmyndahátíð sem haldin er.

HÁTÍÐIN SXSW í Austin í Texas, eða South by Southwest, hefur undanfarin ár haft á sér orð fyrir að vera ein skemmtilegasta og metnaðarfyllsta tónlistar- og kvikmyndahátíð sem haldin er. Henni lauk á sunnudag en á meðan hljómsveita þar voru hinar alíslensku d.u.s.t., Ensími og Singapore Sling. SXSW er líka kvikmyndahátíð en sá hluti hennar átti tíu ára afmæli í ár. Meðal mynda sem vöktu eftirtekt er Kofakvillinn eða Cabin Fever eftir Eli Roth. Roth bjó á Íslandi um hríð og fékk hér hugmyndina að myndinni sem er hryllingsmynd af gamla skólanum og fjallar um hættulegan húðvírus.

Í dagblaðinu The New York Times um helgina var fjallað lofsamlega um myndina og sagt að Roth hafi vakið mikla kátínu í pallborðsumræðum eftir miðnætursýningu á myndinni og ræddi meðal annars um veru sína hér, en hann bjó um tíma nálægt Selfossi. Útskýrði hann fyrir blaðamönnum að þar hefði hann komist í tæri við sjaldgæfan húðsjúkdóm sem hefði orðið kveikjan að myndinni. Einnig kom fram í máli Roth að sá er hefur dreifingarréttinn á myndinni hér á landi vildi ólmur koma hingað til lands og frumsýna myndina á Selfossi, hvar fræinu hryllilega var sáð á sínum tíma.