Guðni Franzson
Guðni Franzson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Borgarleikhúsið kl. 15.15 Caput. Guðni Franzson klarínettuleikari. Efnisskrá: Haukur Tómasson, Spring Chicken; Arne Mellnäs, Riflessioni; Lars Graugaard, Calling Angels (frumflutningur) og Atli Ingólfsson, Flecte Lapis (frumflutningur).
Borgarleikhúsið kl. 15.15 Caput. Guðni Franzson klarínettuleikari. Efnisskrá: Haukur Tómasson, Spring Chicken; Arne Mellnäs, Riflessioni; Lars Graugaard, Calling Angels (frumflutningur) og Atli Ingólfsson, Flecte Lapis (frumflutningur).

Seltjarnarneskirkja kl. 16 Samkór Mýramanna. Einsöngur: Theodóra Þorsteinsdóttir, Steinunn Pálsdóttir, Kristján Magnússon og Branddís Hauksdóttir. Einleikarar Zsuzsanna Budai og Steinunn Pálsdóttir. Stjórnandi Jónína Erna Arnardóttir.

Víðistaðakirkja kl. 17 Barnakóramót Hafnarfjarðar verður haldið í sjöunda sinn. Fram koma átta kórar.

Íslenska óperan kl. 19 Madam Butterfly & Ítalska stúlkan í Alsír. Flytjendur: Fastráðnir söngvarar Óperunnar.

"Það sem skein í gegn í Ítölsku stúlkunni í Alsír, og mun betur en í Madam Butterfly, var einskær sönggleði söngvaranna fimm og ekki síður sannfærandi leikgleði. " Mbl. BJ.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar kl. 15 Sýning á skúlptúrum úr silfri, Sterling Stuff. Sýningin kemur til Íslands fyrir milligöngu breska bronssteypufyrirtækisins Pangolin Editions.

Gallerí Hlemmur kl. 16 Thomas Broomé opnar sýninguna "Locust". Þar eru sexhundruð engisprettur sem gerðar eru úr kókdósum.

Gallerí Skuggi, Hverfisgötu 39 kl. 16 Kristín Pálmadóttir sýnir ljósmyndaætingar. Í kjallara eru ný verk Rögnu Hermannsdóttur, vatnslitamyndir og tölvuunnar myndir á pappír.

Listasafn ASÍ kl. 15 Þorgerður Sigurðardóttir sýnir nýjar blýantsteikningar á akrýlgrunnuðum pappír og G.Erla skilgreinir verk sín sem innsetningu.

Gallerí Sævars Karls, Bankastræti kl. 14 Sýning á verkum Bjargar Örvar.

Listhúsið Engjateig Sýning á málverkum Maríu Svandísar til 30. apríl.

Caffé Kúlture,Alþjóðahúsinu kl. 14 Færeyska myndlistarkonan Elisabeth Pike opnar sýningu sem standa mun til 18. apríl.

EXO, Fákafeni 9 kl. 16 Elísabet Ásberg sýnir veggmyndir úr silfri. Elísabet hefur verið að hanna verk fyrir hótelkeðjur í Bandaríkjunum, sem og unnið fyrir arkitekta í London.

Gallerí Tukt, Pósthússtræti 16-18 Þórhildur Sif Þórmundsdóttir, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, Ólafía Guðný Erlendsdóttir, Erna Einarsdóttir og Laufey Jónsdóttir opna sýninguna "Stákurinn sem hvarf".

Nýlistasafnið kl. 14 Leiðsögn um sýningu Dags Sigurðarsonar. Kl. 17 verður sýnd heimildamynd Kára Schram, Dagsverk. Einnig á sunnudag. Aðgangur er ókeypis.

Undirheimum, Álafosskvos kl. 13-17 Hulda Vilhjálmsdóttir verður með leiðsögn um sýninguna Únglíngurinn, í dag og á morgun. Síðasta sýningarhelgi.

Sólon Kaffi, Bankastræti Elísabet Ýr Sigurðardótir (Beta) heldur sýningu á verkum sínum til 2. maí.

Grand Hótel kl. 12-14 Stofnfundur landssamtaka íslenskra kvennakóra.

Sunnudagur

Dómkirkjan kl. 17 Hnúkaþeyr flytur tvo oktetta fyrir óbó, klarinett, horn og fagott eftir Johan Nepomuk Hummel og Ludvig van Beethoven og Gordon Jacob. Flytjendur: Ármann Helgason, Rúnar Óskarsson, Eydís Franzdóttir, Peter Tompkins, Anna Sigurbjörnsdóttir, Ella Vala Ármannsdóttir, Darri Mikaelsson og Kristín Mjöll Jakobsdóttir. Aðgangur er ókeypis.

Verslunarskólinn, Marmarinn kl. 17 Kór Verzlunarskólans flytur frumsamin verk nemenda auk innlendra og erlendra þjóðlaga.

Laugarneskirkja kl. 17 Einsöngstónleikar Oddnýjar Sigurðardóttur mezzósópran. Undirleikari á píanó Krystyna Cortes. Lög eftir Brahms, Schubert og íslensk sönglög.

Salurinn kl. 20 Helga Ingólfsdóttir semballeikari flytur einleiksverk eftir Louis Couperin, Hafliða Hallgrímsson, Elínu Gunnlaugsdóttur, Oliver Kentish, Johann Sebastian Bach, Karólínu Eiríksdóttur og Georg Böhm.

Hveragerðiskirkja kl. 20. 30 Margrét Bóasdóttir sópran og Miklos Dalmay píanó. Lög eftir Mussorgsky, Leonard Bernstein, Atla Heimi Sveinsson, Elínu Gunnlaugsdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson.

Langholtskirkja kl. 20 Söngsveitin Fílharmónía flytur óratóríuna Messías eftir Handel. Einsöngvarar: Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, og Sesselja Kristjánsdóttir mezzosópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Ágúst Ólafsson bassi. Stjórnandi: Bernharður Wilkinson.

Háteigskirkja kl. 16.30 Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík, undir stjórn Mark Reedman, flytjur verk eftir Antonio Vivaldi, Johan S. Svendsen, Edvard Grieg, Leos Janácek og tvö íslensk lög. Greta Salome Stefánsdóttir og Gunnhildur Daðadóttir leika einleik.

Þjóðarbókhlaða kl. 14 Berglind Gunnarsdóttir fjallar um Halldóru B. Björnsson skáldkonu.

Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 kl. 15 Kvikmyndin Grimmileg hefnd Stakhs konungs frá árinu 1980 var gerð í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Leikstjóri er Valerí Rúbinysik. Ungur þjóðháttafræðingur kynnist ýmsu dularfullu í Palesí-skógarhéraðsins í lok 19. aldar. Enskur texti. Aðgangur ókeypis.

Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir kl. 15 Ilmur Stefánsdóttir býður gestum til listamannsspjalls.

Listasafn Íslands kl. 15-16 Gunnar J. Árnason heimspekingur á stefnumót við Georg Guðna listamann og ræða þeir sýningu Georgs Guðna í safninu.

Nýlistasafnið kl. 15 Serge Comte fjallar (á íslensku) um myndlist sína í ljósi alþjóðlegra strauma í samtímalist. Yfirskriftin er "Með munninn fullan af hamingju". Aðgangur er ókeypis.

Borgarleikhúsið kl. 20.15 Götuleikhús verða í brennidepli Leikhúsmála. Frummælendur eru Margrét Árnadóttir, leikari , Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri, Árni Pétur Guðjónsson, leikari, Ólafur Egill Egilsson, leikari.

Mánudagur

Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 kl. 20 Vináttufélag Íslands og Kúbu sýna heimildamyndir um Ernst Hemingway og virkin á Kúbu. Enskur texti.

Þriðjudagur

Íslenska óperan kl. 12.15 Ítölsk ljóð og antikaríur. Flytjendur: Sesselja Kristjánsdóttir, mezzósópran, Davíð Ólafsson, bassi, Clive Pollard, píanó.

Langholtskirkja kl. 20 Söngsveitin Fílharmónía og einsöngvarar flytja óratóríuna Messías eftir Handel.

Hafnarborg kl. 20 Hafsteinn Þórólfsson söngvari, Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari og Matti Kallio harmonikkuleikari flytja lög Oddgeirs Kristjánssonar.

Miðvikudagur

LHÍ, Skipholti 1 kl. 12.30 Arkitektarnir Heba Hertervig, Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir í Arkibúllunni halda fyrirlestur um eigin verk og vinnuaðferðir.

Salurinn kl. 20 Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðsson leika tónlist fyrir tvö píanó eftir Debussy, Fauré, Grieg, Shostakovich, Brahms, Tchaikovsky og Milhaud.

Loftkastalinn kl. 20 Lúðrasveitin Svanur leikur m.a. verk með suðrænni-, sveita-, og austur-evrópskri sveiflu. Ella Vala Ármannsdóttir leikur Hornakonsert op. 417 nr. 2 eftir Mozart. Stjórnandi er Haraldur Árni Haraldsson.

Fimmtudagur

Háskólabíó kl. 19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einsöngvari: Liping Zhang. Hljómsveitarstjóri: David Gimenez. Óperutónlist eftir: Wolfgang Amadeus Mozart, Gioacchino Rossini,Vincenzo Bellini, Pietro Mascagni, Manuel de Falla George Bizet, Aman Khatsjatúrjan og Giacomo Puccini.

Föstudagur

Háskólabíó kl. 19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands. Óperutónlist. Einsöngvari: Liping Zhang. Hljómsveitarstjóri: David Gimenez.

Hlégarður Mosfellsbæ kl. 20 Karlakórinn Stefnir ásamt Borgarkvartettinum. Á dagskrá eru þekkt íslensk og erlend lög af léttara taginu. Einsöngvarar úr röðum kórfélaga, þ.á m. er Þorvaldur Halldórsson.

Ýmir kl. 20.30 Karlakór Reykjavíkur, eldri félagar, flytja innlend og erlend karlakórslög. Einsöngvari er Eiríkur Hreinn Helgason. Unirleikari Bjarni Þ. Jónatansson. Stjórnandi er Kjartan Sigurjónsson.

Listaháskóli Íslands, Sölvhólsgötu 13 kl. 16 Hljómsveitarstjórinn og fræðimaðurinn Joshua Rifkin heldur fyrirlestur sem ber yfirskriftina "Performing Bach Today".

Tilkynningar, sem birtast eiga á þessari síðu þurfa að berast í síðasta lagi kl. 11 árdegis á fimmtudegi. Sjá einnig mbl.is/staður og stund.