Rannveig Tryggvadóttir þýðandi
Rannveig Tryggvadóttir þýðandi
SAMSETNING móðurmjólkur breytist eftir þörfum barnsins og legið dregst saman þegar barnið sýgur. Það þekkir líka móður sína af munnvatninu á geirvörtu hennar. Í grein Magnúsar Jóhannssonar, Brjóstamjólk, í Mbl. 19.1. 1997, segir m.a.
SAMSETNING móðurmjólkur breytist eftir þörfum barnsins og legið dregst saman þegar barnið sýgur. Það þekkir líka móður sína af munnvatninu á geirvörtu hennar. Í grein Magnúsar Jóhannssonar, Brjóstamjólk, í Mbl. 19.1. 1997, segir m.a.: "Lengi hefur verið vitað að börn sem eru á brjósti fá færri sýkingar en börn sem fá uppleyst mjólkurduft eða þynnta kúamjólk í pela. Þetta gildir m.a. um kvef, inflúensu, eyrnabólgu, heilahimnubólgu og meltingarfærasýkingar. Barnahjálp SÞ og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mæla með brjóstagjöf upp að tveggja ára aldri eða lengur. Samtök bandarískra lækna mæla með brjóstagjöf í 6-12 mánuði."

Um að njóta barnsins síns

Ungbörn vakna á næturnar til að drekka. Þá er afar notalegt fyrir móður og barn að það sé tekið upp í rúm og njóti bæði hlýju og næringar hjá móður sinni.Vansvefta móðir þarf líka að geta lagt sig á daginn þegar barnið sefur og tekið það upp í rúm til að gefa því að drekka þegar með þarf. Hvílík sæla og heilsubót fyrir báða aðila.

Ég sé ekki neitt sem mælir gegn því að faðirinn njóti barnsins ef það er ekki á kostnað móður og barns. Í norsku vikublaði las ég að foreldrar tíðkuðu það gjarnan að láta ungt barn sitt sofa á milli sín á næturna. Var hræðslan við að það gæti kafnað talin óþörf. (Varla getur það þó átt við þegar drukkið fólk á í hlut.) Þetta hlýtur að styrkja mjög samband foreldra og barns.

Ný tillaga mín

Síðasti dagur landsfundar Sjálfstæðisflokksins var sunnudagurinn 30. mars sl. og síðustu forvöð til að bera fram tillögu sem borin yrði undir atkvæði fundarmanna.Tillaga mín er á þessa leið: Heimavinnandi móðir fái sem svarar launum skrifstofumanns meðan börnin eru ung.

Við höfðum farið í Borgarnes á laugardeginum til að samfagna elskulegri mágkonu minni, Kristínu Thorlacius, á sjötugsafmæli hennar. Þegar halda skyldi í bæinn var dekk sprungið og varadekk vindlaust, auk þess sem við lentum í aftaka veðri undir Hafnarfjalli.

Kristínu tileinka ég þessa grein mína. Hún er allt það sem ein kona gæti óskað sér að vera, glöð, góð og gáfuð og hefur auk þess gefið þjóð sinni sjö börn, sem er meira en flestir eignast.

Heimavinnandi kona eignast að jafnaði fleiri börn en sú útivinnandi.

RANNVEIG

TRYGGVADÓTTIR,

Bjarmalandi 7, 108 R.

Frá Rannveigu Tryggvadóttur: