Þrír leikstjórar, þrjár sögur og ein borg.
Þrír leikstjórar, þrjár sögur og ein borg.
ÁRIÐ 1989 fékk einhver þá áhugaverðu hugmynd að láta aðalkvikmyndastjórana sem sýna lífið í New York gera mynd saman.
ÁRIÐ 1989 fékk einhver þá áhugaverðu hugmynd að láta aðalkvikmyndastjórana sem sýna lífið í New York gera mynd saman. Woody Allen, Martin Scorsese og Francis Ford Coppola gerðu því sína stuttmyndina hver (enda Spike Lee ekki enn orðinn merkilegur pappír þá) og þeim skellt saman í kvikmyndina New York sögur.

Þótt þar væru á ferð einir færustu leikstjórar samtímans, hefur hverjum sýnst sitt um gæði þessarar kvikmyndar. Flestir eru þó sammála um að mynd Coppola, sem hann skrifaði ásamt Sofiu dóttur sinni, sé býsna slök. Myndir Allens og Scorseses þykja hins vegar hinar ágætustu.

Lífslexíur er eftir Scorsese og fjallar um eldri listmálara og unga kærustu hans sem sífellt verður óánægðari með honum. Í aðalhlutverkum eru Nick Nolte og Rosanna Arquette.

Líf án Zoe er eftir Coppola og þar segir frá lítilli stelpu sem er forrík, og ævintýrum hennar og vina hennar. Heather McComb leikur Zoe, en einnig kemur hljómsveitin Kid Creole and the Coconuts fram í myndinni.

Í Ödipus bíður skipbrot er Allen að vanda á húmorísku nótunum. En þar leikur hann mann á fimmtugsaldri sem enn er undir ofurstjórn móður sinni, en þolir ekki lengur við og tekur til óvæntra ráða...

New York sögur eru á dagskrá Sjónvarpsins kl. 00.20 eftir miðnætti.