[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
NÝLEGA var uppgötvaður vírus sem talinn er vera sá stærsti í heimi. Hann er að finna í amöbum og gæti hugsanlega valdið lungabólgu í mönnum. Vírusinn fannst í sýni sem tekið var úr vatnskæliturni í Bradford í Bretlandi árið 1992.
NÝLEGA var uppgötvaður vírus sem talinn er vera sá stærsti í heimi. Hann er að finna í amöbum og gæti hugsanlega valdið lungabólgu í mönnum. Vírusinn fannst í sýni sem tekið var úr vatnskæliturni í Bradford í Bretlandi árið 1992. Uppgötvunin var kynnt í nýjasta hefti Journal of Science.

Amöbur eru stórir einfrumungar sem oft finnast í loftræstikerfum stórra bygginga og í þeim leynast iðulega alls kyns bakteríur og vírusar sem geta valdið sjúkdómum.

Heimsins stærsti vírus er talinn hafa 900 gen, stærð hans jafnast á við bakteríu og er hann greinanlegur í smásjá. Hinn svokallaði mimivírus er um það bil fimmtungi stærri en sá vírus sem hingað til var talinn vera stærstur.

Rannsakendur frá miðstöð vísindarannsókna í París segja að í blóðsýni úr lungnabólgusjúklingum hafi fundist mótefni gegn vírusnum, sem gefur til kynna að ónæmiskerfi þeirra hafi komist í tæri við hann.

Vírus þessi hefur verið flokkaður sem sá fyrsti í nýrri fjölskyldu vírusa sem nefnd er mimiviridae.