AUGLÝST hefur verið eftir umsóknum í Yrkjusjóð vegna ársins 2003. Allir grunnskólar landsins geta sótt um trjáplöntur í sjóðinn, hvort sem er til gróðursetningar vor eða haust. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands, www.skog.
AUGLÝST hefur verið eftir umsóknum í Yrkjusjóð vegna ársins 2003. Allir grunnskólar landsins geta sótt um trjáplöntur í sjóðinn, hvort sem er til gróðursetningar vor eða haust. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands, www.skog.is undir tenglinum Yrkja. Umsóknarfrestur er til 20. apríl.

Grunnskólarnir sækja um plöntur til sjóðsins á þar til gerðum eyðublöðum, sem allir skólar fá send í byrjun árs. Sjóðurinn hefur haft bolmagn til þess að styrkja alla umsækjendur undanfarin ár, sem sótt hafa um fyrir tilsettan tíma.

Gróðursetja 30-40 þúsund plöntur

Nema styrkirnir 3-6 trjáplöntum á hvern nemanda, þannig að árleg gróðursetning hefur verið á bilinu 30-40 þúsund trjáplöntur.

Umsjón sjóðsins er í höndum Skógræktarfélags Íslands, Ránargötu 18. Nánari upplýsingar fást í síma eða á netfanginu jgp@skog.is