26. apríl 2003 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Fyrsta lögreglutáknið

Heimild: Ágrip af sögu lögreglunnar

Sýnishorn af lögreglutáknum. Fyrir miðju er beltissylgja með fyrsta einkennistákninu, hönd með auga greyptu í lófa.
Sýnishorn af lögreglutáknum. Fyrir miðju er beltissylgja með fyrsta einkennistákninu, hönd með auga greyptu í lófa.
Fyrsta einkennistákn íslenskrar lögreglu er hönd með auga greyptu í lófa. Uppruni táknsins er ævaforn og hefur verið rakinn til Mið-Austurlanda, allt aftur til tíma Gamla testamentisins - og jafnvel enn lengra.
Fyrsta einkennistákn íslenskrar lögreglu er hönd með auga greyptu í lófa. Uppruni táknsins er ævaforn og hefur verið rakinn til Mið-Austurlanda, allt aftur til tíma Gamla testamentisins - og jafnvel enn lengra.

Höndin táknar nærveru guðdómsins, sem hin dæmandi hönd, hin hjálpandi hönd og hin hlífandi hönd, en augað var hinsvegar tákn um guðdómsins alsjáandi og ávallt vakandi og verndandi auga. Þessi tákn eru þekkt í kristni.

Áður stóðu þessi tákn ein og sér en fyrsta þekkta dæmi þess að augað sé fellt inn í höndina er líklega frá 14. öld. Í fyrstu var augað í lófa uppréttrar handar en síðar breyttist táknið í þá veru sem sést á hnöppum einkennisbúninga dönsku og íslensku lögreglunnar; augað á útréttri hönd.

Höndin og augað eru elsta tákn íslensku lögreglunnar, sem fékk öll sín einkenni frá lögreglunni í Kaupmannahöfn. Eftir miðja 19. öld var það í hjálm- og húfumerki, og prýddi beltissylgjur og hnappa á einkennisfötum íslensku lögreglunnar. Danska húfu- og hjálmmerkið var lagt niður um 1915 en hnapparnir notaðir áfram og eru enn. Sú breyting varð á húfumerkjum íslensku lögreglunnar að tekinn var upp sporöskjulagaður látúnsskjöldur í íslensku fánalitunum. Skjöldurinn var festur langsum á húfurnar, sem á þeim tíma líktust frönskum einkennishúfum. Hann var lagður niður árið 1930 er nýtt merki, lögreglustjarnan, var tekið upp.

Heimild: Ágrip af sögu lögreglunnar

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.