27. maí 2003 | Íþróttir | 195 orð

Bárður Eyþórsson áfram þjálfari Snæfells

BÁRÐUR Eyþórsson hefur gert samning við úrvalsdeildarlið Snæfells á ný um þjálfun liðsins en Bárður stýrði liðinu á sl. leiktíð. Samningur hans við félagið er til eins árs en Snæfell lék til úrslita um bikarmeistaratitilinn á sl.
BÁRÐUR Eyþórsson hefur gert samning við úrvalsdeildarlið Snæfells á ný um þjálfun liðsins en Bárður stýrði liðinu á sl. leiktíð. Samningur hans við félagið er til eins árs en Snæfell lék til úrslita um bikarmeistaratitilinn á sl. ári þar sem liðið tapaði gegn Keflavík en liðið endaði í níunda sæti í úrvalsdeildinni og komst ekki í úrslitakeppnina. Að sögn Gissurar Tryggvasonar, formanns körfuknattleiksdeildarinnar, hefur félagið komist að munnlegu samkomulagi við þá Hafþór Gunnarsson og Sigurð Þorvaldssson um að þeir leiki með liðinu á næstu leiktíð.

Hafþór er 22 ára gamall bakvörður og lék með Skallagrímsmönnum í úrvalsdeild á sl. vetri og skoraði 14 stig að meðaltali í leik. Sigurður er 23 ára gamall og lék með ÍR í úrvalsdeildinni og skoraði 13 stig að meðaltali í leik.

Sigurður var í landsliðshóp Íslands sem lék þrjá æfingaleiki gegn Norðmönnum um sl. helgi. og fagnaði sigri í þeim öllum.

Jón Þór til Snæfells

Óvíst er hvort Jón Ólafur Jónsson leiki með Snæfelli en hann er með brjósklos og að auki er Helgi Reynir Guðmundsson að bíða eftir svari um skólavist í Reykjavík.

Jón Þór Eyþórsson, bróðir þjálfarans, mun leika með Snæfelli á næstu leiktíð en hann var áður í herbúðum Stjörnunnar.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.