Á STÖÐVARFIRÐI var fyrir skemmstu opnað netkaffihús, sem ber nafnið Netcafé SMS. Kaffihúsið er að Skólabraut 10 og býðst gestum þess, auk veitinga, aðgangur að tölvum með háhraðanetsambandi.

Á STÖÐVARFIRÐI var fyrir skemmstu opnað netkaffihús, sem ber nafnið Netcafé SMS. Kaffihúsið er að Skólabraut 10 og býðst gestum þess, auk veitinga, aðgangur að tölvum með háhraðanetsambandi. Geta ferðalangar þannig athugað tölvupóstinn sinn og sent póst, skoðað fréttir og fært myndir af stafrænum myndavélum yfir á geisladiska eða sent þær á netinu.

Netkaffihús ryðja sér æ meir til rúms á Íslandi og má segja að þyki orðið sjálfsagt að geta á ferðalögum sest inn á þægileg kaffihús hvarvetna í heiminum til að tengja sig við netið í margvíslegum erindagjörðum. Eigendur Netcafé SMS eru Stöðfirðingarnir Aðalheiður Birgisdóttir, framkvæmdastjóri, Björgvin Valur Guðmundsson, Þóra Björk Nikulásdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Garðar Harðarson.