Stundum eru örlitlar lækjarsprænur í görðum eða þá tjarnir. Þeir sem eru svo heppnir að hafa slíkt frá náttúrunnar hendi, t.d.
Stundum eru örlitlar lækjarsprænur í görðum eða þá tjarnir. Þeir sem eru svo heppnir að hafa slíkt frá náttúrunnar hendi, t.d. við sumarbústaði, eða hafa verið svo myndarlegir að útbúa slíkt í görðum sínum vilja gjarnan hafa svolitlar brýr yfir vatnsföllin.

Slíkar "garðabrýr" eru sannarlega til prýði, þæginda og stundum til nota þar sem svo hagar til. Menn geta sjálfir smíðað brýrnar og vafalaust er líka hægt að fá þær smíðaðar hjá trésmiðum og fyrirtækjum sem selja slíkar vörur. Nauðsynlegt er að hafa góð grindverk á brúm þar sem hætta er á að börn geti dottið í vatn eða farið sér að voða á annan hátt.